Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr, 123/2010 tillögu að deiliskipulagi vinnubúðasvæðis Vaðlaheiðarganga í Fnjóskadal. Skipulagssvæðið fylgir nýrri veglínu frá Syðra Nesgili í norðri og nær yfir fyrirhugaðan gangnamunna við Skóga í suðri.
Skipulagsmörk eru dregin utan um áætlað framkvæmdasvæði þ.e. það svæði sem vega- og gangagerð mun raska ásamt athafnasvæði og aðstöðumannvirkjum á framkvæmdatíma. Stærð svæðis er um 18,2 ha. Vinnubúðir með tilheyrandi mannvirkjum eru áætluð á milli núverandi Illugastaðavegar og Vaðlaheiðarvegar norðan Skóga. Um er að ræða tímabundna framkvæmd og skipulagið er unnið á grundvelli Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022.
Tillöguuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar frá og með föstudeginum 20. desember til og með föstudeginum 31. janúar 2014. Þá er upplýsingin og aðgengileg hér á heimasíðu Þingeyjarsveitar.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 31. janúar 2013. Skila skal athugasemdum skriflega tilskrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða í tölvupósti á netfangið:bjarni@thingeyjarsveit.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni samþykkir.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Þingeyjarsveitar