Daníel, Gabríela og Lilja sigurvegarar Tónkvíslar 2013

0
138

Daníel Smári Magnússon vann Tókvíslina 2013, söngvakeppni Framhaldsskólans á Laugum, sem lauk nú fyr í köld. Daníel söng lagið “more than a feeling” með Boston. Lilja Björk úr Menntaskólanum á Tröllaskaga vann keppnina fyrir hönd síns skóla með lagið “Take me or leave me” með Rent og Gabríela Sól Magnúsdóttir úr grunnskóla Vopnafjarðar vann söngvakeppni grunnskólanna með laginu “Titanium” með Boyce Avenue.

Daníel Smári Magnússon flytur sigurlagið í kvöld
Daníel Smári Magnússon flytur sigurlagið í kvöld.
Gabríela Sól Magnúsdóttir frá Vopnafirði, flutti sigurlagið sitt af miklum glæsileik.
Gabríela Sól Magnúsdóttir frá Vopnafirði, flutti sigurlagið sitt af miklum glæsileik.
Lilja Björk flutti sigurlag Menntaskólans á Tröllaskaga.
Lilja Björk flutti sigurlag Menntaskólans á Tröllaskaga.

Tónkvíslin var nú haldin í áttunda sinn og um 500 manns fylltu íþróttahúsið á Laugum af því tilefni.

Full ástæða er til að óska framkvæmdastjórn Tónkvíslarinnar til hamingju með glæsilega keppni enn eitt árið.