Dagur leikskólans

0
128

Í dag 6. febrúar er dagur leikskólans en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

DSC08772
Börnin sungu fyrir eldri borgara

Leikskólinn Krílabær á Laugum bauð eldri borgurum í Reykjadal í heimsókn til sín í dag og að sögn Birnu Óskarsdóttur deildarstjóra á Krílabæ, skemmtu sér saman bæði ungir og gamlir, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Eldri borgara í Krílabæ.
Eldri borgara í Krílabæ.
Í Krílabæ í dag.
Í Krílabæ í dag.