Dagur leikskólans – Opið hús í Bárðargili

0
90

Á degi leikskólans 6. febrúar vorum við í leikskólanum Bárðargili með opið hús. Þessi viðburður tókst einstaklega vel í alla staði, fullt hús af fólki og börnin sýndu stolt verk sem þau hafa gert í gegnum tíðina sem og leikskólann sinn.

Mynd: af vef Stórutjarnaskóla
Mynd: af vef Stórutjarnaskóla

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leikskólinn Tjarnaskjól kom í heimsókn til okkar og var ánægulegt að sjá börnin sameinast í skemmtilegum leik.Boðið var upp á léttar veitingar.
Við þökkum öllu því frábæra fólki sem mætti kærlega fyrir komuna og samverustundina, eins og sagt er frá á heimasíðu Stórutjarnaskóla, þar sem hægt er að skoða fleiri myndir frá degi leikskólans.

Mynd: Af vef Stórutjarnaskóla
Mynd: Af vef Stórutjarnaskóla