Harmónikufélag Þingeyinga hélt upp á Dag Harmónikunnar 3.maí í Ljósvetningabúð. Þangað mættu félagar og þó nokkrir gestir, þar á meðal þrír ungir harmónikunemendur. Það voru þau Hermann Veigar Ragnarsson og Almar Örn Jónasson frá Tónlistarskóla Húsavíkur og Arndís Sara Sæþórsdóttir úr Hafralækjarskóla.

Þegar Þórhildur Sigurðardóttir formaður,var búin að setja samkomuna spiluðu Sigurður Hallmarsson og Árni Sigurbjarnarson nokkur lög af sinni alkunnu snilli. Þá léku þeir Hermann og Almar nokkur lög með Árna Sigurbjarnarsyni kennara sínum og svo lék Arndís Sara líka, undir leiðsögn Knúts Emils Jónassonar kennara.

Þá spiluðu þau Katrín Sigurðardóttir, Rúnar Hannesson og Jón Sigurjónsson. Þá spilaði Sigurður Hallmarsson aftur. Svo var gert kaffihlé þar sem félagar í HFÞ buðu uppá mikið hlaðborð af allskonar veitingum. Að því loknu var krökkunum afhent viðurkenning frá félaginu.

Þá spilaði Jón Sigurjónsson og svo léku allir tiltækir spilarar þó nokkur lög saman. Voru það Árni Sigurbjarnarson, Kristján Kárason, Katrín Sigurðardóttir, Sigurður Hallmarsson, Rúnar Hannesson, Jón Sigurjónsson og Grímur Vilhjálmsson og svo fóru allir heim,vonandi sæmilega saddir af mat og tónlist.
Sigurður Ólafsson.