Dagur barnaballanna er í dag

0
123

Það verður nóg að gera um helgina hjá yngstu kynslóðinni í Þingeyjarsýslu eins og venjulega. Hér fyrir neðan er upptalning á því helsta sem í boði er.

Kjötkrókur spjallar við krakkana og gefur mandarínur
Litlujólin í Stórutjarnaskóla

Hin árlega jólatrésskemmtun kvenfélagsins Hildar verður haldin í Kiðagili laugardaginn 27. desember kl. 14:00

Jólaball Kvenfélags Aðaldæla Verður haldið að Ýdölum laugardaginn 27. desember klukkan 15-17

 

 

 

Kvenfélag Ljósvetninga og Kvenfélag Fnjóskdæla halda sitt árlega barnaball í Stórutjarnaskóla, laugardaginn 27. des. kl. 14:00.

Jólaball Kvenfélagsins í Mývatnssveit verður haldið laugardaginn 27. desember kl. 14:30 í Skjólbrekku.

 

Jólaball Kvenfélags Reykdæla verður haldið að Breiðumýri sunnudaginn 28. des kl 14:00

 

Hin árlega jólavist Eflingar verður haldin á Breiðumýri sunnudagskvöldið 28. desember klukkan 20:00.
Allir hjartanlega velkomnir, stjórn Eflingar