Dagbjört endurráðin sveitarstjóri – Arnór kjörinn oddviti

0
451

Dagbjört Jónsdóttir var endurráðin sveitarstjóri þingeyjarsveitar á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar þingeyjarsveitar sem haldinn var í gær. Var ráðning hennar samþykkt samhljóða. Arnór Benónýsson var kjörinn oddviti og Margrét Bjarnadóttir varaoddviti með atkvæðum meirihluta A-listans. Fulltrúar T-listans greiddu Ragnari Bjarnasyni sitt aktvæði í báðum tilfellum.

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar
Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar

 

Meðal þess sem tekið var fyrir á  fundinum voru drög að samningum um ráðgjöf vegna skipulags Þingeyjarskóla, annars vegar við Harald Líndal Haraldsson og hins vegar við Skólastofuna slf. rannsóknir-ráðgjöf.

 

Fulltrúar T-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu um að samningarnir tækju til eftirtalinna atriða:

a) Einn skóli á þremur starfstöðvum með einn yfirmann.
b) Ein skólastofnun á þremur starfstöðvum en 8.-10. bekkur á einni eða tveimur starfstöðvum.
c) Einn skóli á tveimur starfsstöðvum.
d) Þrír sjálfstæðir grunnskólar.

 

 

Jafnframt þarf að huga sérstaklega að tenglum grunnskóla og leikskóla annars vegar og grunnskóla og framhaldsskóla hins vegar þegar valkostir eru vegnir og metnir. Tillaga T-listans var felld með fimm atkvæðum meirihluta gegn tveimur atkvæðum minni hluta.

Oddviti lagði fram tillögu um að sveitarstjóra yrði falið að ganga til samninga við fyrrgreinda aðila á grundvelli samningsdraga sem liggja fyrir fundinum og var tillagan samþykkt með fimm atkvæðum meirihluta gegn tveim atkvæðum minnihluta.

Þá lögðu fulltrúar T- listans fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar T lista greiða atkvæði gegn tillögu meirihlutans um ráðgjöf vegna skólamála enda sé það óeðlilegt að ekki sé gerð allsherjarúttekt á skólamálum sveitarfélagsins”.

 

Á fundinum voru eftirtaldir kjörnir í nefndir á vegum sveitarfélagsins:

Fræðslunefnd

Margrét Bjarnadóttir, Dæli, formaður, A lista
Böðvar Baldursson, Heiðargarði, A lista
Hanna Sigrún Helgadóttir, Dvergasteini, A lista
Vagn Sigtryggsson, Hriflu, A lista
Sigurlaug Svavarsdóttir, Brún, T lista

Varamenn

Heiða Guðmundsdóttir, Fagranesi, A lista
Hallgrímur Óli Guðmundsson, Grímshúsum, A lista
Hulda Björg Kristjánsdóttir, Selá, A lista
Erlingur Ingvarsson, Sandhaugum, A lista
Anna Karen Arnarsdóttir, Lautavegi 9, T lista

Félags- og menningarmálanefnd

Heiða Guðmundsdóttir, Fagranesi, formaður, A lista
Hildur Rós Ragnarsdóttir, Presthvammi, A lista
Jón Þórólfsson, Lundi, A lista
Ingvar Vagnsson, Hlíðarenda, A lista
Ari Heiðmann Jósavinsson, Miðhvammi, T lista

Varamenn

Ingibjörg Stefánsdóttir, Grímshúsum, A lista
Nanna Marteinsdóttir, Arnþórsgerði, A lista
Jón Óskarsson, Illugastöðum, A lista
Ingvar Olsen, Fornhólum, A lista
Kristrún Kristjánsdóttir, Smáragrund, T lista

Atvinnumálanefnd

Árni Pétur Hilmarsson, Nesi, formaður, A lista
Friðrika Sigurgeirsdóttir, Bjarnastöðum, A lista
Eiður Jónsson, Árteigi, A lista
Ketill Indriðason, Fjallsgerði, T lista
Freydís Anna Arngrímsdóttir, Hömrum, T lista

Varamenn

Svanhildur Kristjánsdóttir, Granastöðum, A lista
Pétur Bergmann Árnason, Fagranesi, A lista
Helga Sveinbjörnsdóttir, Nípá 1, A lista
Ari Teitsson, Brún, T lista
Baldvin Kristinn Baldvinsson, Torfunesi, T lista

Skipulags- og umhverfisnefnd

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Stóru-Tjörnum, formaður, A lista
Nanna Þórhallsdóttir, Brekkutúni, A lista
Sæþór Gunnsteinsson, Presthvammi, A lista
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, Breiðamýri, T lista
Jóhanna Sif Sigþórsdóttir, Hólavegi 7, T lista

Varamenn

Helga Magnea Jóhannsdóttir, Draflastöðum, A lista
Kári Karlsson, Nípá, A lista
Margrét Bjarnadóttir, Dæli, A lista
Friðgeir Sigtryggssona, Breiðamýri, T lista
Hörður Þór Benónýsson, Hömrum, T lista

Hér má lesa alla fundargerðina.