Bygging salernishúss hafin við Hverfjall

0
140

Í gær hófust framkvæmdir við byggingu salernishúss við Hverfjall (Hverfell). Húsið verður tekið í notkun í vor og með tilkomu þess mun aðstaða og þjónusta við ferðamenn stórbatna á svæðinu. Frá þessu segir í dag á facebook-síðu Friðlýstra svæða í Mývatnssveit

Mynd af facebooksíðu Friðlýstra svæða í Mývatnssevit
Mynd af facebooksíðu Friðlýstrasvæða í Mývatnssevit

Þar segir líka að það sé viðeigandi að framkvæmdirnar skuli hafa byrjað í gær, á alþjóðadegi klósettsins. Þeim degi var komið á af Sameinuðu þjóðunum til að vekja athygli á því að stór hluti jarðarbúa hefur ekki aðgang að fullnægjandi salernisaðstöðu. Bygging þessa húss er liður í því að tryggja að þeir sem ferðast um Mývatnssveit hafi aðgang að viðunandi salernum.

Friðlýst svæði í Mývatnssveit