Búvörusamningar samþykktir

0
83

Sauðfjár- og kúabændur samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta breytingu búvörusamninga, sem undirritaðir vour 28. september síðastliðinn, í almennum kosningum. Þetta varð ljóst eftir talningu atkvæða í gær en póstkosningu lauk síðastliðinn mánudag. Um níutíu prósent þeirra bænda sem greiddu atkvæði samþykktu mjólkursamning og sami fjöldi samþykkti sauðfjársamning. Fremur dræm þátttaka var í atkvæðagreiðslunum. Alþingi á eftir að afgreiða breytingarnar fyrir sitt leyti.
Frá þessu er sagt á vef Bændablaðsins.

Mynd frá undirritun samninganna

Alls greiddu 443 kúabændur atkvæði um breytingu á samningi um starfsskilyrði í mjólkurframleiðslu en það er 36 prósenta kjörsókn. Já sögðu 386, nei 49 og 8 seðlar voru auðir. Á kjörskrá voru 1229 bændur.

 

 

Í atkvæðagreiðlsu um breytingar á starfsskilyrðum sauðfjárræktar greiddu 891 sauðfjárbóndi atkvæði en það er 32,3 prósent kjörsókn. Já sögðu 812, nei 60 og auðir seðlar voru 19. Á kjörskrá voru 2755 bændur.

Megin breytingarnar fólust í framlengingu samninganna en þeir voru framlengdir um tvö ár og gildir samningur kúabænda nú til ársins 2016 og samningur sauðfjárbænda til 2017. Í samningi sauðfjárbænda voru greiðslur á geymslugjaldi og jarðræktarframlögum settar inn í samninginn til samræmis við framkvæmd síðustu ára. Í samningi kúabænda eru fest í sessi framlög til jarðræktar, þróunarmála og gæðamála sem er í samræmi við framkvæmd undanfarinna ára. Þá verða ekki frekari tilfærslur frá beinum framleiðslutengdum stuðningi til minna framleiðslutengds stuðnings.

Sjá nánar á bbl.is