Busavígsla 2012

0
179

Busavígsla við Framhaldsskólann á Laugum haustið 2012 fór fram í vikunni.Fór vígslan afskaplega vel fram, þar sem búið var að leggja þrautir við tjörnina framan við skólann.

Busarnir voru látnir gera æfingar framan við skólann. Mynd: Sóley Hulda Þórhallsdóttir.

Skemmtileg stemning myndaðist við vígsluna, líkt og síðustu ár, og eru nú allir nemendur skólans réttilega vígðir, samkvæmt hefð: bleyttir með vatni úr tjörninni. Sumir – og langflestir – fóru alveg ofan í, en sumir þáðu þó aðeins skvettu frá forseta nemendafélagsins. 3. árs og 4. árs nemendur sáu um allan undirbúning fyrir busavígsluna og eiga þakkir skilið fyrir vel unnin verk.   Laugar.is

 

Busarnir voru látnir gera æfingar framan við skólann. Mynd: Sóley Hulda Þórhallsdóttir.