Búsæld boðar til hluthafafundar – Afstaða tekin til tilboðs Kjarnafæðis í Norðlenska

0
234

Stjórn Búsældar sem á kjötvinnslufyrirtækið Norðlenska, hefur boðað til hluthafafundar mánudaginn 15. júní í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum og hefst fundurinn kl 13:00. Á fundinum verður tekin afstaða til tilboðs Kjarnafæðis í öll hlutabréf Búsældar ehf. í Norðlenska matborðinu ehf.

Kjarnafæði + Norðlenska

 

Í fundarboðinu er tilgreint að samþykki kauptilboðs þurfi að hljóta minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða á fundinum, svo og 2/3 hluta hlutafjár sem farið er með atkvæði fyrir á fundinum.

 

525 bændur á Norður og Austurlandi eiga hlut í Búsæld en næstum allir af þeim eiga minna en 1% hlut í félaginu og stór hluti þeirra á minna en 0,5% í félaginu.