Búnaðarsambandið verðlaunar bændur

0
208

Á aðalfundi Búnaðarsambands Suður-Þingeyina á Illugastöðum 25, febrúar sl. voru veitt verðlaun eins og vant er í sauðfjárrækt.  Þetta árið var bætt við verðlaunum í nautgriparækt og Hvatningarverðlaunum Búnaðarsambandsins.

Þórsteinn Rúnar Þórsteinsson

Hvatningaverðlaun Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga

Þessi verðlaun eru veitt aðilum sem varkið hafa eftirtekt og eru að gera góða hluti í tengslum við landbúnað í héraði.  Hvatningarverðlaunin eru veitt í fyrsta sinn 2016 hjónunum  Jóhönnu Magneu Stefánsdóttur og Þórsteini Rúnari Þórsteinssyni  í Vallarkoti.  Þau reka Matarskemmuna á Laugum þar sem þau vinna afurðir beint frá býli en auk þess er áhugasömum aðilum í héraði gert kleift að koma í Matarskemuna og vinna sínar afurðir  þar í fullbúnu vinnslurými.

 

 

Jón Benediktsson

Hvatningarverðlaun í sauðfjárrækt voru veitt Jóni Benediktssyni á Auðnum en hann hefur um árabil rekið farsælt sauðfjárbú þar sem þeim ræktunarmarkmiðum hefur verið haldið á lofti að hafa sem allra mestar afurðir eftir ærnar og um árabil hefur frjósemi og vænleiki verið hans aðalsmerki.

Til útreiknings koma öll bú sem hafa 50 ær eða meira og tekið er mið af fjölda lamba til nytja, fallþunga og hlutfalls milli vöðva- og fituflokkunar. Í öðru sæti var Sigurður Atlason á Ingjaldsstöðum en Sigurður og Helga á Skarðaborg í því þriðja.

 

 

Gunnar Þór Brynjarsson

Heiðurshornið var veitt Félagsbúinu í Baldursheimi 1

Í Baldursheimi hefur verið stunduð kappsöm fjárrækt árum saman sem miðar að sem bestri byggingu fjárins ásamt öðrum afurðatengdum þáttum ræktunarstarfsins.

Reiknireglum var breytt  á þessu ári, vægi fjölda lamba til nytja var aukið en vægi hlutfalls vöðva- og fituflokkunar minnkað í samræmi við breyttar ræktunaráherslur. Gunnar Þór Brynjarsson veitti verðlaununum viðtöku. Í öðru sæti voru Flosi og Unnur á Hrafnstöðum og Eyþór Pétursson í Baldursheimi 2 í þriðja sæti. Þess má til gamans geta að fyrstu þrjú sætin hljóta fjögur systkini frá Baldursheimi. Þuríður, Böðvar, Unnur og Eyþór.

 

Unnur og Flosi

Verðlaun í nautgriparækt.

Verðlaun voru í fyrst sinn veitt á aðalfundi fyrir hæstdæmdu kýrnar en þau byggja á byggingardómi og afurðum kúa fæddum árið 2011. Verðlaunin hlutu kýrnar Bára frá Hrafnsstöðum, Fagra frá Múla I og Milla frá Skútustöðum II. Unnur og Flosi eru hér á mynd með verðlaunagripinn fyrir hæst dæmdu kúna.