Búist við mengun frá eldgosinu í dag

0
153

Í dag (sunnudag) er útlit fyrir ákveðna sunnanátt og ætti að nást að skipta vel um loft yfir landinu. Þó má búast við því að það gas sem kemur upp í eldgosinu í dag, berist jafnharðan til norðurs, yfir svæði sem afmarkast af Bárðardal í vestri að Öxarfirði í austri. Þetta kemur fram í viðvörun frá Veðurstofu Íslands. Þar segir einnig að ekki sé hægt að útiloka mengun á stærra svæði, einkum framan af degi meðan vindur er að ná sér upp. Á morgun (mánudag) er útlit fyrir suðvestanátt og þá berst mengunin til norðausturs, frá Þistilfirði suður á Hérað.

Mengunarspákort veðurstofunnar. Mynd af vef Veðurstofunnar
Mengunarspákort veðurstofunnar. Mynd af vef Veðurstofunnar

 

 

Veðurstofan hefur hannað sérstakt skráningarform svo fólk geti látið vita af brennisteinsmengun. Hver ný skráning birtist jafnóðum á korti þar sem upplýsingarnar safnast saman.

Einnig er hægt að skoða loftgæðamælingar Umhverfisstofnunar.