Búið að opna sundlaugina á Laugum

0
98

Sundlaugin á Laugum í Reykjadal var opnuð núna í hádeginu, en henni var lokað sl. þriðjudag vegna hálku á gófli í sturtuklefum. Nú er búið að leggja nýtt og betra efni á gólfin og sundlaugargestir geta nú gengið öruggum fótum um gólfið.

Sundlaugin á Laugum
Sundlaugin á Laugum

 

Sundlaugin á Laugum er opin alla daga milli kl 10:00 og 21:00.