Landsmót UMFÍ 50 + verður haldið helgina 7. – 9. júní í Vík í Mýrdal. Allir geta tekið þátt í mótinu óháð félagsaðild að ungmennafélagi. Mótið er íþrótta – og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Auk keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verður boðið upp á ýmsa afþreyingu fyrir keppendur og gesti. Hægt verið að fara í sögugöngu um Vík í Mýrdal, Zumba, sundleikfimi, kvöldvökur og enda kvöldið á dansleik. Því er óhætt að segja að eitthvað verður í boði fyrir alla.

Keppnisgreinar á mótinu eru: Utanvegarhlaup um náttúruperlur Mýrdals, boccia, bridds, golf, frjálsíþróttir, hestaíþróttir, línudans, pútt, ringó, skák, pönnukökubakstur, dráttavélaakstur, kjötsúpugerð, ljósmyndamaraþon,búfjárdómar, sund, sýningar, þríþraut og utanvegar hjólreiðar.
Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum mótsins. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald og öðlast með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Mótsgjald er 3500 krónur óháð greinafjölda.
Skráning fer fram á heimasíðu mótsins www.landsmotumfi50.is.
Fréttatilkynning.