Vaðlaheiðargöng lengdust um 93 metra í síðustu viku og eru því orðin 1.776 metra löng eða um 25% af heildlengd ganganna. Frá þessu er sagt á facebook-síðu Vaðlaheiðarganga.
Óhætt er að segja að árið 2014 byrji vel og greinilegt að mannskapurinn er búinn að slípast vel saman. Í göngunum er unnið alla daga vikunar á 12 klst vöktum dag- og næturvakt. Þrjár vaktir skipta á milli sín vinnunni og er unnið í 10 daga og síðan er 5 daga frí.