Bruni í bílskúr við Staðarfell

0
292

Um klukkan 18:30 í gærkvöld kom upp eldur í bílskúrnum að bænum Staðarfelli í Kinn. Þegar ábúandinn Jón Ingason landpóstur, varð eldsins var tæmdi hann úr stökkvitæki á eldinn en  tókst ekki að slökkva  eldinn alveg, fór hann þá í það að keyra póstbílinn út, þegar hann snéri aftur inn hafði eldurinn blossað mikið upp, gat hann þá slökkt eldinn með vatnsslöngu. Lögreglan og Slökkvilið Þingeyjarsveitar komu svo á staðinn, slökkviliðið slökkti glæður sem vildu blossa upp. Bílskúrinn er mikið skemmdur að innan og allar rúður sprungnar. Mikið er af verkfærum, vélum og tækjum í bílskúrnum og það á eftir að koma í ljós hve mikið ef því er skemmt. Eldsupptök eru að öllum líkindu vegna neista frá smergeli. Engin meiðsl urðu á fólki.

Bílskúr
Bílskúr

 

 

 

 

 

 

 

 

loft og austur stafn
loft og austur stafn