Bruni á Lækjamóti

0
98

Eldur kom upp á bænum Lækjamóti í Kinn á fimmtudagskvöld. Eldur varð laus í feiti í potti sem var á eldavélinni. Eldurinn varð ekki mikill, en miklar skemmdir urðu á innréttingu í eldhúsi og einhverjar í þvottahúsi, líklegt er að reykskemmdir verði víða um húsið þegar farið verður yfir það. Sigurður Arnarson bóndi var í fjósi þegar eldurinn kom upp en foreldrar hans, Sigrún Garðarsdóttir og Örn Sigurðsson voru inni. Sigrún brenndi sig á hendi þegar hún reyndi að slökkva í pottinum en hún hringdi stax í Sigurð sem kom inn og slökkti eldinn með duftslökkvitæki. Hann óskaði síðan eftir aðstoð slökkviliðs við að reykræsta húsið. Sigrún og Örn voru flutt til öryggis á sjúkrahúsið á Húsavík til skoðunar, en þau sluppu við reykeitrun og báru sig vel.