Breytingar í sorpmálum Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps

0
94

Gámaþjónusta Norðurlands (GÞN) hefur séð um sorphirðu í sveitarfélögunum í gegnum Sorpsamlag Þingeyinga ehf. undanfarin ár. Þar sem sveitarfélögin eru ekki lengur aðilar að sorpsamlaginu og samningur milli þess og GÞN er útrunnin, mun GÞN frá og með 1. júní  2015 annast sorphirðuna milliliðalaust fyrir sveitarfélögin.

Ruslagámar
Ruslagámar

Ekki verður veruleg breyting á sorphirðu í fyrstu en sveitarfélögin og GÞN eru að vinna að þróunarsamnings og nýju sorphirðukerfi sem kynnt verður íbúum þegar þar að kemur. Þó er vert að vekja athygli á eftirfarandi:

 

 

 

  • Móttaka sorps verður hjá GÞN að Hlíðarsmára á Akureyri í stað móttökustöðvar á Húsavík þar sem sveitarfélögin eru ekki lengur aðilar að rekstri móttökustöðvarinnar þar.
  • Íbúar sveitarfélaganna geta þó farið með úrgang og dýrahræ áfram  í móttökustöðina á Húsavík líkt og áður en breytinga er að vænta í þeim efnum síðar.

Ath. núverandi gámasvæði í sveitarfélögunum verða í óbreyttri mynd enn sem komið er.

Allar nánari upplýsingar veitir starfsfólk skrifstofu sveitarfélaganna.

Skrifstofa Þingeyjarsveitar, sími: 464 3322
Skrifstofa Skútustaðahrepps, sími: 464 4163