Brennisteinstvíildismengun (SO2) gæti mælst í Mývatnssveit í dag

0
85

Vakin er athygli á að styrkur brennisteinstvíildis (SO2) geti orðið hár á norðanverðum Austfjörðum, á Fljótsdalshéraði og í Mývatnssveit í dag, sunnudag. Ekki er útilokað að mengunarinnar komi til með að gæti á stærra svæði. Þetta kemur fram í viðvörun frá Veðurstofu Íslands í morgun. Spáð er sunnan og suðaustan 8-13 m/s, á NA-verðu landinu í dag.

Eldgosið 3. september
Eldgosið 3. september

 

Að mati Sóttvarnarlæknis ætti fullfrískt fólk ekki að finna fyrir neinum áhrifum eins og staðan er um þessar mundir en ætti engu að síður að forðast mikla áreynslu utan dyra. Fólk sem er viðkvæmt fyrir eins og börn og fullorðnir með astma og aðra sjúkdóma í öndunarfærum eða hjartasjúkdóma getur fundið fyrir óþægindum og ætti að forðast mikla áreynslu. Fólk sem notar innöndunarlyf vegna lungnasjúkdóma gæti þurft að auka lyfjaskammtinn í samráði við sinn lækni.

 

 

Mikilvægt er að sjúklingar hugi að því að hafa lyf sín tiltæk. Öndum um nef í stað þess að anda gegnum munn dregur úr áhrifum brennisteinsdíoxíðs. ust.is

Mengunarmælar Umhverfisstofnunar