Breiðumýrarhátíð 2013

0
270

Hin árlega útileguhátíð Félags Harmonikuunnenda við Eyjafjörð og Harmonikufélags Þingeyinga var haldin á Breiðumýri 26-28 júlí. Töluverður hópur var mættur á mótssvæðið þegar dagskrá byrjaði á föstudagskvöldinu og mættu svo fjölmargir til viðbótar á ballið, dansað í salnum og tjaldinu og dönsuðu sleitulaust frá 22.- 02. Var fjöldi sem nýtti sér tjaldið til að dansa í þar sem veðrið var svo gott eins og alltaf reyndar.

Aðalsteinn og Einar. Mynd: Sigurður Ólafsson.
Aðalsteinn og Einar. Mynd: Sigurður Ólafsson.

Eftir hádegi voru tónleikar frá kl. 14- 15.30 og var salurinn þétt setinn. Þar spilaði fyrstur Óli Ólafsson frá Grímsey, næstir voru þeir Aðalsteinn Ísfjörð og Einar Guðmundsson, þá kom Sigurður Hallmarsson, Reynir Jónasson og svo Aðalsteinn aftur til að kynna nýja útgáfu af geisladiski sem hann er að gefa út. Þa var Ívar Ketilsson kallaður á svið til að afhenda honum viðurkenningu frá HFÞ í tilefni af 70 ára afmæli sínu og að lokum spilaði Sigurður Leósson þrjú lög sem hann sendi inn í samkeppni um Landsmótslagið 2014. Var honum afhent viðurkenning fyrir sigurlagið.

 

 

Reynir Jónasson: Mynd: Sigurður Ólafsson.
Reynir Jónasson: Mynd: Sigurður Ólafsson.

Sameiginlegt grill var að venju til að undirbúa mannskapinn með næga orku fyrir kvöldið. Dregið var í happdrætti kl.21 og var mikill fjöldi vinninga(40+) og tók það töluverðan tíma með tilheyrandi kossaflensi og látum, sérstaklega þeirra sölumanna Péturs og Rúnars og þurfti Unnur Sigfúsdóttir sem stjórnaði þessu að hafa nokkur afskifti af þeim til að komast að líka. Seinna ballið byrjaði svo kl. 22. Með stanslausu stuði til 02. Vel var mætt að þetta allt og fór allt afskaplega vel og prúðmannlega fram. Þurftu dyraverðir lítið sem ekkert að hafa fyrir sínu starfi og er það vel.

 

Sigurður Hallmarsson: Mynd: Sigurður Ólafsson.
Sigurður Hallmarsson: Mynd: Sigurður Ólafsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allavega skemmti ég mér vel allan tímann og vonandi hafa allir komist heilir heim. Einnig vor þeir Einar Guðmundsson og Gunnar Kvaran með harmonikusýningu og sölu á diskum.
Sigurður Ólafsson.