Brattir smiðir á Norðurpólnum

0
148

Það hefur verið nóg að gera hjá Norðurpólsmönnum í sumar og haust. Nú standa yfir tvær fjárhúsbyggingar á þeirra vegum. Önnur er á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal en hin á Búvöllum í Aðaldal.  Í gær fóru ný fjárhús á Búvöllum í Aðaldal undir þak.

Hulda Kristjánsdóttir á Búvöllum bar fram kakó og kökur á járnabeygjuborðinu.
Mynd: Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Hulda Kristjánsdóttir húsfreyja á Búvöllum  bar, af alkunnum myndarskap, fram kakó og kökur á járnabeygjuborðinu þar sem smiðirnir harðneituðu að fara inn í kaffi í miðju verki.

 

 

 

Að sögn Sigurðar Hlyns Snæbjörnssonar hjá Norðurpólnum gengur verkið vel og þegar búið verður að loka húsinu á Búvöllum verður hafist handa við að reisa fjárhúsin á Hallgilsstöðum.