Bræður með fyrirtækið TimeRules

0
162

Þeir bræður Rafnar Orri og Harry Bjarki Gunnarssynir reka saman margmiðlunar framleiðslufyrirtækið TimeRules sem er staðsett á heimaslóðum þeirra Húsavík. Þeir sinna fjölbreyttum verkefnum fyrir fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. TimeRules tekur að sér: Kvikmyndatöku, ljósmyndatöku, tónlist, heimasíðugerð, hönnun bæklinga, heimildarsöfnun, vinnslu á eldri ljósmyndum, tónleikar, brúðkaup og aðrir viðburðir.

Þeir bræður við störf
Þeir bræður við störf

Hér er hægt að skoða heimasíðu fyrirtækisins www.timerules.org
Einnig má finna TimeRules á öðrum samfélagsmiðlum Twitter, Instagram og Facebook: www.facebook.com/timerulesmedia

YouTube rás þeirra inniheldur mörg skemmtileg myndbönd og einkennandi er að þeir hafa verið í samvinnu við fólk á svæðinu. Þar sem má finna hvalaskoðunarmyndbönd, jólasveina í Dimmuborgum, viðtöl og myndbrot úr 50ára sögu Lionsklúbbs Húsavíkur og Dillidaga Framhaldsskólans á Húsavík svo eitthvað sé nefnt.

Þeir bjóða þessa daganna upp á Sumartilboð fyrir heimamenn og nærsveitunga og hér fyrir neðan má sjá dæmi um eitt af þeirra myndböndum.