Það styttist óðum í að Landsmót 50+ verði haldið á Húsavík en það fer fram helgina 20-22 júní. Einn af viðburðum Landsmóts 50+ er Botnsvatnshlaupið en það er opið fyrir allan aldur. Hlaupið fer fram laugardaginn 21. júní og hefst kl. 9:00. Botnsvatn er einn af útivistarstöðum Húsvíkinga og þar er að finna fallega fjölbreytta náttúru og dýralíf.

Leiðin
•7,6 km. leiðin hefst við norðvestanvert Botnsvatn, farinn er einn hringur umhverfis vatnið, rangsælis og síðan niður stíginn meðfram Búðará og niður í Skrúðgarðinn þar sem endamarkið er. Drykkjarstöð er eftir 5 km. leið.
Hlaupið er opið öllum hvort sem þeir eru 50+ eða ekki. Sérstök verðlaun verða veitt þremur efstu í karla og kvennaflokki og þremur efstu í karla og kvennaflokki 50 ára og eldri.