Börnunum boðið í fjórhjólarúnt

0
86

Nú á dögunum fékk Hjálparsveit skáta Aðaldal tvö ný fjórhjól í sýna þjónustu. Sveitin hefur ávalt kappkostað að taka eins virkan þátt í samfélaginu og kostur er.

Börnin á Barnaborg skoða nýju fjórhjólin. Mynd: HSA.
Börnin á Barnaborg skoða nýju fjórhjólin. Mynd: HSA.

Með það í huga, kynningu hjólanna og góða skapið, mættu meðlimir sveitarinnar í heimsókn í leikskólann Barnaborg í Aðaldal og buðu þeim börnum sem það vildu í fjórhjólarúnt. Var þessum viðburði vel tekið af þátttakendum og góður rómur gerður að hjólunum. HÓG.