Börnin í Krílabæ fá vesti að gjöf

0
237

Í vikunni kom Gunnar Ingi Jónsson frá Hjálparsveit Skáta í Reykjadal færandi hendi í leikskólann Krílabæ í Reykjadal og færði leikskólanum vesti til að nota í vettvangsferðum. Gjöfin er hluti af verkefninu „Allir öruggir heim“ sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg stendur fyrir í samvinnu við Neyðarlínuna og fleiri fyrirtæki.

Gunnar Flóvent og Helgi Smári mátuðu vestin
Gunnar Flóvent og Helgi Smári mátuðu vestin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á meðfylgjandi mynd er Gunnar Ingi ásamt Birnu Óskarsdóttur deildarstjóra leikskólans, Gunnari Flóvent og Helga Smára sem mátuðu vestin.

 

Vestin eru með endurskini og merkt neyðarnúmerinu 112 og er heiti átaksins á baki.

Starfsfólk Krílabæjar þakkar kærlega fyrir gjöfina sem á eftir að koma sér vel.