Bókamarkaður í Ljósvetningabúð um helgina.

0
139

Nú ættu bókaormar að kætast og láta sem flesta bókasafnara vita, því síðasta söluhelgi Bókamarkaðar Þingeyjarsveitar verður um næstu helgi  1. og 2. júní í Ljósvetningabúð.

Mikið úrval bóka fæst þar á mjög svo vægu verði og svo er hægt að prútta, ef fólk er í stuði. Frá því að síðast var opið, hefur bæst við töluvert magn bóka, m.a. frá Bókasafninu í Laxárdal.

Markaðurinn  verður opinn frá kl.13:00  til 17:00.  Salan hefur gengið mjög vel og margir farið heim með fangið full af bókum, en þó er nóg eftir.

bókaormur að skoða
bókaormur að skoða

 

 

 

 

 

 

 

áhugsamir bókaunnendur
áhugsamir bókaunnendur

 

 

 

 

 

Halldóra Jónsdóttir, Ósk  Helgadóttir og Gréta Ásgeirsdóttir, hafa unnið við markaðinn.
Halldóra Jónsdóttir, Ósk Helgadóttir og Gréta Ásgeirsdóttir, hafa unnið við markaðinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndirnar eru frá Ósk Helgadóttur.