Boðið í ökuferð í gegnum Vaðlaheiði um Vaðlaheiðargöng

0
941

Í blaðinu Akureyri Vikublað sem kom út sl. fimmtudag var viðtal við Þórólf í Lundi í Fnjóskadal sem varð 98 ára í fyrradag þann 15. júní. Í viðtalinu kom fram að hann er mikill áhugamaður um Vaðlaheiðargöng og gerði hann sér vonir um að lifa til að fara í gegn.

Þórólfi varð að ósk sinni því starfsmenn Vaðlaheiðarganga höfðu upp á Þórólfi í gær og buðu honum í ökuferð í gegnum heiðina um Vaðlaheiðargöng og kom Jón Þórólfsson sonur hans með.

Meðfylgjandi myndir er af Facebooksíðu Vaðlaheiðarganga

Lesa viðtalið við Þórólf 

Jón, Valgeir Bergmann og Þórólfur í Lundi