Boðað til mótmælafundar fyrir utan Kjarna á morgun

0
90

Boðað hefur verið til mótmælafundar fyrir utan Kjarna á Laugum á morgun fimmtudag kl 13:00, á meðan sveitarstjórnarfundur stendur yfir. Í fundarboði sem sent var út á Facebook nú í kvöld, er boðað til fundarins til að mótmæla þeirri ákvörðun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar að færa grunnskólahald úr byggðakjarnanum á Laugum.

Hluti fundargesta fyrir utan Kjarna í gær
Frá samstöðufundi við Kjarna í desember sl.

Fundarboðið er svohljóðandi.

Meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar hefur ákveðið að færa grunnskólahald úr byggðakjarnanum á Laugum án þess að færa fyrir því nein rök sem standast skoðun. Slíkt er með öllu óásættanlegt og mun, ef til framkvæmda kemur, valda sveitarfélaginu og íbúum þess miklum skaða.

 

Í von um að menn sjái að sér og endurskoði þessa ákvörðun er boðað til “búsáhaldabyltingar” fyrir utan skrifstofu sveitarfélagsins á meðan á sveitarstjórnarfundi stendur. Allir velkomnir og hvattir til þess að taka með sér potta og pönnur.