Bjössi Thor spilar bítlanna í Safnahúsinu fimmtudaginn 18. Sept kl 20:00

0
199

Björn Thoroddsen gítarleikari hefur sl. 30 ár verið einn af atkvæðamestu tónlistarmönnum Íslands og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar á ferli sínum. Hann var m.a. fyrstur íslenskra gítarleikara að hlotnast sá heiður að vera útnefndur „Jazztónlistarmaður ársins“ árið 2003 og var valinn „Bæjarlistamaður Garðabæjar“ árið 2002. Björn sæmdur gullmerki FÍH fyrir framlag sitt til jazztónlistar. Björn hefur ásamt því að vera í forsvari fyrir Guitar Islancio leikið með fjölda þekktra erlendra tónlistarmanna.

Björn Thoroddsen
Björn Thoroddsen

Á síðustu misserum hefur Björn verið að koma sér inn í alþjóðlegu gítarhringiðuna með því að leika með listamönnum á borð við  Tommy Emmanuel, Kazumi Watanabe  of.l ásamt því að stjórna  gítarhátíðum í Bandaríkjunum, Kanada og Noregi.

Björn verður með tónleika í Safnahúsinu,  Fimmtudagskvöldið 18. september. Á tónleikunum sýnir Björn á sér nýjar hliðar en hann kemur fram aleinn og óstuddur án aðstoðarmanna.
Á tónleikunum heyrist rokk, country, blús, popp og jafnvel þungarokk, enda ræður Bjössi við alla tónlistarstíla. Tónleikagestir munu heyra lög úr smiðju Beatles, Rolling Stones, AC/DC, Police, Who og fleiri.  Tónleikarnir hefjast kl.20.

p>