Nú er mikilvægur tími runninn upp hjá öllum Björgunarsveitum landsins. Mikið veltur á að góð sala sé, uppá afkomu félaganna. Þetta er þeirra stærsta fjáröflun. Við getum treyst á Björgunarsveitirnar allt árið, alveg sama hvað gengur að hjá okkur, þá er sveitin tilbúin að koma, nú treysta þau á okkur. Styðjum Björgunarsveitirnar.
Hjá Björgunarsveitarinnar Þingey er opið sem hér segir í Melgötu 9.
28. desember 14:00 til 20:00
29. desember 16:00 til 21:00
30. desember 12:00 til 21:00
31. desember 10:00 til 14:00.
Þar er boðið uppá kaffi og eitthvað með því, og rífandi stemningu.


