Björguðu lífi vinnufélaga síns

0
129

Þeir Grétar Guðmundsson og Steingrímur Stefánsson björguðu vinnufélaga sínum hjá Norðlenska á Húsavík  Sigurði Samúelssyni þegar hann fór í hjartastopp.  Þeir tóku á móti viðurkenningu í tilefni af 112 deginum í gær. Frá þessu er sagt á vefsíðu Akureyrardeildar rauðakrossins.

 

Vinnufélagarnir Grétar, Steingrímur og Sigurður ásamt Guðnýju Bergvinsdóttur og Jóni Knutsen frá Rauða krossinum.
Vinnufélagarnir Grétar, Steingrímur og Sigurður ásamt Guðnýju Bergvinsdóttur og Jóni Knutsen frá Rauða krossinum. Mynd: rauðikrossinn.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigurður var við vinnu sem verkstjóri í sauðfjársláturtíð á Húsavík 5. október 2012 þegar hann fór í hjartastopp og féll í gólfið. Grétar heyrði skyndilega öskur í vinnusalnum og gerði sér strax grein fyrir því að eitthvað var að gerast. Hann hleypur á vettvang og sér þá Sigurð liggjandi á gólfinu, og að hann er farinn að blána. Grétar byrjar strax endurlífgun með hjartahnoði ásamt vinnufélaga sínum Steingrími S. Stefánssyni. Á meðan á endurlífguninni stendur virðist Sigurður detta inn annað slagið.

Aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar vegna þrengsla og bleytu en þeir Grétar og Steingrímur héldu áfram að hnoða þar til hjálp bars frá lögreglu og sjúkraliði. Sigurði voru svo gefin tvö hjartastuð, og komst fljótlega í gang aftur. Grétar gekk svo í það að rýma til á vettvangi, færa til skrokka og biðja fólk að víkja, svo bera mætti Sigurð út af staðnum í sjúkrabílinn.

Óhætt er að segja að þeir félagar björguðu lífi Sigurðar með viðbrögðum sínum.