Bjarni, Kristján og Magnús héraðsmeistarar HSÞ í skák

0
110

Héraðsmót HSÞ í skák í flokki 16 ára og yngri var haldið í Litlulaugaskóla í Reykjadal í gær. Bjarni Jón Kristjánsson vann fimm af sex skákum og stóð uppi sem sigurvegari á mótinu og er því héraðsmeistari HSÞ í skák í flokki 13-16 ára (8-10 bekkur).

Allir keppendur á héraðsmótinu í skák í gær.
Allir keppendur á héraðsmótinu í skák í gær.

Kristján Davíð Björnsson varð héraðsmeistari í flokki 9-12 ára (4-7 bekkur) með fjóra vinninga af sex mögulegum og Magnús Máni Sigurgeirsson varð héraðsmeistari í flokki 8 ára og yngri (1-3 bekkur) með þrjá vinninga af sex mögulegum.

Sjá nánar á heimasíðu GM-Hellis