Biskupinn frú Agnes M. Sigurðardóttir í heimsókn.

0
230

Biskupinn yfir Íslandi frú Agnes M. Sigurðardóttir hefur verið á norðurlandi í biskupsvísitasíu. Hún hóf visitasíuna á þátttöku í kvöldmessu í Svalbarðskirkju á æskulýðsdaginn 1. mars s.l. þar sem hún prédikaði. Þar var full kirkja af fólki og börn sungu og léku á hljóðfæri. Þá heimsótti biskup allar sóknirnar fimm í Laufásprestakalli, skoðaði kirkjur prestakallsins og fræddist um stöðu safnaða og kirknanna og fundaði með sóknarnefndarfulltrúum. Hún heimsótti heimilisfólk og starfsfólk á Grenilundi Grenivík og börn og starfsfólk Stórutjarnaskóla. Séra Agnes fór í stofur til nemenda Stórutjarnaskóla til að spjalla, þar máttu þau spyrja hana að einhverju sem þeim lægi á hjarta, séra Agnes fékk m.a. spurningu um hvað hún væri gömul og hvers vegna hún væri svona klædd, þessu svarið biskupinn með bros á vör. Í lok heimsóknarinnar í Stórutjarnaskóla borðaði Biskupinn, biskupsritari og séra Bolli með starfsfólki og nemendum og á boðstólnum var soðið slátur, soðnar kartöflur og rófur, og jafningur.

,,Allsstaðar var vel og myndarlega tekið á móti Agnesi og fylgdarliði,,  sagði séra Bolli Pétur Bollason prestur Laufásprestakalls. Biskup mun svo næstu daga heimssækja Akureyri, Dalvík, Hrísey, Grímsey og Siglufjörð.

þessa mynd tók Þorvaldur Víðisson biskupsritari í Svalbarðskirkju.
þessa mynd tók Þorvaldur Víðisson biskupsritari í Svalbarðskirkju.

 

 

 

 

 

 

sóknarnefndir Laufásprestakalls eftir fund í Þorgeirskirkju, ásamt frú Agnesi, séra Bolla, séra Jóni Ármanni prófastur á Skinnastað, og séra Þorvaldi biskupsritara
sóknarnefndir Laufásprestakalls eftir fund í Þorgeirskirkju, ásamt frú Agnesi, séra Bolla, séra Jóni Ármanni prófast á Skinnastað, og séra Þorvaldi biskupsritara

 

 

 

 

 

 

biskup ræðir við nemendur sem voru að læra trúabragðafræði hjá Agnesi Þórunni.
biskup ræðir við nemendur sem voru að læra trúabragðafræði hjá Agnesi Þórunni.

 

 

 

 

 

Biskup borðar slátur með nemendum og starfsfólki.
Biskup, biskupsritari og séra Bolli  borða með starfsfólki og  nemendum.