Bingói í Bárðardal frestað

0
87

Vegna slæmrar veðurspár hefur Bingói sem átti að vera á morgun sunnudaginn 28. apríl í Kiðagili verið frestað til miðvikudagsins 1. maí kl. 14:00. Það er Kvenfélagið Hildur sem stendur fyrir Bingóinu. Allur ágóði rennur til kaupa á hjartastuðtæki fyrir Björgunarsveitina Þingey.

Kvenfélagaskonur eru ekki með posa, og segja að frjáls framlög séu einnig vel þegin.

Það er eiginlega með eindæmum að nánast hverju einasta mannamóti, sem auglýst hefur verið í Bárðardal í vetur, hefur verið frestað eða alveg fallið niður, vegan veðurs. Það byrjaði með því að 40 ára afmæli Ásgríms Sigurðarson á Lækjavöllum var frestað í tvígang, Barnaballið sem vera átti milli jóla og nýárs var felt niður, Þorrablótinu varð að fresta, orlofsferð ung-kvenna var frestað og nú Bingóinu. Bárðdælsk húsfreyja sagði að ef þau hefðu getað frestað áramótunum, hefði það einnig verið gert. En nú er vorið á næsta leyti og vonandi ekki fleira sem verður að slá á frest í Bárðardal.

bingó

 

 

 

Bingó!   Bingó!   Bingó!

Miðvikudaginn 1. maí kl. 14:00 verður kvenfélagið Hildur með bingó og kaffisölu í Kiðagili.
Glæsilegir vinningar í boði: m.a. gjafabréf í nudd, jarðböðin, flugfélag íslands, tónleikamiðar á Ljótu hálfvitana, gjafakörfur, keilumiðar, sundmiðar, bílþvottur, leikhúsmiðar, kvöldverðarhlaðborð, skoðun hjá frumherja og margt fleira.
Aðalvinningurinn verður vikudvöl í orlofsíbúð í Reykjavík í boði verkalýðsfélagsins Framsýnar en auk þess verða sér aðalvinningar fyrir börn og unglinga.
Bingóspjaldið kostar 500,-
Kaffi og meðlæti 1500,- frítt fyrir 12 ára og yngri
Fjáröflunarnefndin.