Bingó !

0
484

Fjáröflunarnefnd Kvenfélags Ljósvetninga stóð fyrir Bingói á þrettándadegi jóla í Ljósvetningabúð. Var þetta ákveðið með stuttum fyrirvara, en Ungmennafélagið Gaman og Alvara stóð fyrir þrettándagleði áratugum saman í Kinninni. Þá var kveikt uppí brennu, sungið, flugeldasýning, valið snyrtilegasta lögbýlið, smákökusamkeppni og veittar viðurkenningar fyrir frammistöðu í íþróttum. Nú er það liðin tíð, allavega í bili.

 

 

 

 

 

 

Kvenfélagið ákvað sem sagt að standa fyrir þrettándabingói, því það er jú alltaf gaman að koma saman. Fyrirkomulagið var eins og það hefur verið, allir sem koma á Bingó hafa með sér eitthvað sem lagt er á sameiginlegt hlaðborð, boðið er uppá kaffi, te og djús. Í upphafi bauð Margrét S. Snorradóttir formaður kvenfélagsins alla velkomna. Spilaðar voru nokkrar umferðir, þá var drukkið og spjallað og síðan Bingóið klárað. Ágætlega var mætt á þetta Bingó, spilaðar voru um 20 stuttar Bingó-umferðir, margir góðir vinningar voru og aðalvinninginn hlaut Valgerður Ragnarsdóttir, sem var 15.000kr inneign á Glerártorgi, bragðarefur frá Ísbúðinni á Akureyri og Álfa-kertastjaki. Kvenfélagið þakkar öllum fyrir góðar viðtökur og ánægjulega samveru.