Bingó nemenda í Stórutjarnaskóla

0
155

Í dag sunnudaginn 24. nóvember stóðu nemendur 8. og 9. bekkjar í Stórutjarnaskóla og foreldrar þeirra, fyrir Bingói í skólanum. Þau eru að safna fé í ferðasjóð. Fjölmargir mættu til að freista gæfunnar eða yfir 120 manns. Veður var með eindæmum gott og hefur það örugglega átt sinn þátt í þessari góðu mætingu. Spilað var um 25 vinninga. Aðalvinningur dagsins var jólatré frá skógræktinni í Vaglaskógi, jurtakryddað lambalæri og hangikjötsrúlla frá Kjarnafæði, 12 litlar pepsí flöskur frá Ölgerðinni, útikerti frá Stóruvöllum, jólapappír og loks frímerki frá Pósthúsinu á Húsavík og þennan glæsilega vinning hlaut Gunnhildur Arnþórsdóttir í Hrísgerði. Nemendur og foreldrar vilja koma á framfæri þakklæti, til þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem gáfu Bingóvinninga hér í sveit, á Húsavík og Akureyri  fyrir frábæran stuðning, og framhaldsskólinn á Laugum fær þakkir fyrir lánið á Bingóvél og spjöldum. Foreldrar buðu uppá  kaffi, djús og smákökur í hléi.

bingóspjaldið yfirfarið, f.v. Gunnhildur, Marit í 9.bekk, Dagbjört í 8. bekk og Ásta Hrönn Hersteinsdóttir móðir.
Bingóspjaldið yfirfarið, f.v. Gunnhildur, Marit í 9.bekk, Dagbjört í 8. bekk og Ásta Hrönn Hersteinsdóttir móðir.

 

 

 

 

 

 

 

 

hluti Bingóspilara
hluti Bingóspilara

 

 

 

 

 

 

 

fleiri Bingóspilarar
fleiri Bingóspilarar

 

 

 

 

 

 

 

og enn fleiri Bingóspilarar
og enn fleiri Bingóspilarar