Bingó hjá kvenfélaginu Hildi

0
130

Í dag 1.maí á baráttudegi verkalýðsins, stóð Kvenfélagið Hildur í Bárðardal fyrir Bingói og kaffisölu í Kiðagili. Kvenfélagskonur voru að safna fé til að leggja í kaup á hjartastuðtæki, sem á að vera til staðar í bíl Björgunarsveitarinnar Þingey. Það voru yfir 40 fyrirtæki hér í nágrenninu sem gáfu glæsilega vinninga, má þar helst nefna Framsýn, Norðlenska, Flugfélag Íslands, Veitingahúsið Sölku, Dalakofann, Narfastaði, Jarðböðin, Kaffi borgir, Keiluna, Bautann, LA, Olís Húsavík, Ljótu Hálfvitana, Skálmöld, gjafabréf í nudd og svona mætti lengi telja. Kvenfélagskonur voru himinsælar með daginn og þakklátar öllum þeim fjölda sem gaf vinninga og/eða peninga til söfnunarinnar. Samkoman var vel sótt og greinilegt að margir vilja leggja þessu góða máli lið.

Bingó stjórar, Sigrún Hringsdóttir, Heiðrún Tryggvadóttir og Guðrún Tryggvadóttir.
Bingóstjórar, Sigrún Hringsdóttir, Heiðrún Tryggvadóttir og Guðrún Tryggvadóttir.

 

 

 

 

 

 

 

spenntir bingó spilarar
spenntir bingó spilarar

 

 

 

 

 

 

 

kaffihlaðborð
kaffihlaðborð