Bingó, Forvarnar og skemmtikvöld í VMA.

0
198

Nemendur í Viðburðarstjórnun í VMA standa fyrir forvarnarviku í skólanum sem hefst núna á mánudaginn og nefnist EITT LÍF. Þar er tveir viðburðir opnir öllum, vonast er eftir góðri þátttöku ungs fólks, allt frá efstu bekkjum grunnskóla, foreldra og öllum sem áhuga hafa.

Þriðjudagskvöldið 23. okt. er BINGÓ kl. 19:00 í Gryfjunni, margir góðir vinningar, ágóði fer í Minningarsjóð Einars Darra. Spjaldið kostar 500kr.

Fimmtudagskvöldið 25. okt. kl.19:00 er Forvarnar-og skemmtikvöld.  

Eins og nafnið ber með sér verður bæði fræðsla og gaman. Minningarsjóðurinn stendur fyrir og styrkir þjóðarátak gegn misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja og annarra fíkniefna og hefur slagorðið „Ég á bara eitt líf“ Þau sem koma fram eru:  Frá minningarsjóði Einars Darra koma, móðir hans, Bára Tómasdóttir og systur hans Andrea Ýr og Aníta Rún. Saga Nazari upprennandi R&B listakona, óvirkur fíkill í bata, fyrir rúmu ári þótti henni lífið vonlaust, hún segir sögu sína og flytur lögin sín. Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúa á Akureyri, áður sjónvarpskona á N4. Stefán Waage trúbador frá Akureyri hefur verið að koma víða fram að undanförnu.       

Aðgangseyrir er 1000 kr. en 500 kr. fyrir grunnskólanema.

Frekari uppl. á Facebook síðunni eitt líf forvarnarvika vma.  Instagram undir @eittlifvma