Bílvelta við Laxamýri

0
171

Bíll valt í morgun á Mýrarleiti skammt frá Laxamýri og endaði á hvolfi.  Hjón frá Húsavík voru á leið til Reykjavíkur og lentu í mikill hálku sunnan í leitinu. Þau sakaði ekki og þurfti ekki miklar tilfæringar til þess að ná þeim út úr bílnum.

Bíllinn á toppnum.
Mynd: Atli Vigfússon

 

 

Lögreglan ók þeim til Húsavíkur þar sem þau ætluðu að fá sér annan bíl til þess að geta haldið áfram ferð sinni.

 

 

 

Bíllinn er ekki mikið skemmdur þar sem snjórinn er mjúkur lendingarstaður.