Bílvelta varð nú síðdegis rétt vestan við Kinnarvegamót, nálægt heimreiðinni heim í Vatnsenda. Ekki urðu alvarlega slys á fólki. Bíllinn var á austurleið og svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst bílinn út í kantinn, en náð að kippa honum uppá veginn og við það valt bíllinn, alla vega eina veltu á veginum og virtist bíllinn gjörónýtur. Veginum var lokað meðan lögregla myndaði og mældi aðstæður á vettvangi. Komið var myrkur þegar fréttaritari beið eftir að vegurinn yrði opnaður, en tók þó meðfylgjandi mynd af myrkrinu.
