Bikarkeppni FRÍ fer fram á Laugavelli á sunnudag

0
104

Bikarkeppni Frjálsíþróttasamband Íslands 15 ára og yngri fer fram á Laugavelli í Reykjadal n.k. sunnudag 23. ágúst.  Hefst keppni kl. 11.  Í Bikarkeppni kemur lið frá hverju félagi og keppir einn keppandi fyrir hönd félagsins í hverri grein.  Hver keppandi má aðeins keppa í tveimur greinum auk boðhlaups.  Samtals er keppt í 10 greinum fyrir hvort kyn.  Keppnisgreinar eru: 100m – 400m – 1500m – 100m gr/80m gr – Hástökk – Langstökk – Kúluvarp – Kringlukast – Spjótkast – 1000m boðhlaup. Það lið sem fær flest stig í piltaflokki hlýtur sæmdarheitið „Bikarmeistari pilta 15 ára og yngri“. Það lið sem fær flest stig í stúlknaflokki hlýtur sæmdarheitið „Bikarmeistari stúlkna 15 ára og yngri“. Það lið sem fær flest stig sameiginlega hlýtur sæmdarheitið „Bikarmeistari 15 ára og yngri“. Stigagjöf ræðst af fjölda liða. Frjálsíþróttaráð HSÞ hvetur alla til að koma og hvetja okkar ungu og efnilegu keppendur til dáða.

Frá mótinu á Sauðárkróki
Frá mótinu á Sauðárkróki

 

Meistaramót Íslands 15 – 22 ára fór fram á Sauðárkróksvelli sl. helgi.  5 keppendur fóru á mótið frá HSÞ.  6 efstu sætin gáfu stig og endaði HSÞ með samtals 28 stig. Allir keppendurnir náðu í stig fyrir sitt félag.  Eyþór Kári Ingólfsson fékk silfur í 300 m. grindahlaupi.