
Barnabörn Neil Armstrongs, fyrsta mannsins til þess að stíga fæti á tunglið, afhjúpuðu í gær minnisvarða um æfingar Apollogeimfara á Íslandi fyrir 50 árum síðan. Það var léttur rigningarúði þegar minnisvarðinn, sem er staðsettur í Villasneiðingnum við hlið Könnunarsögusafnsins í Hlöðufelli, var afhjúpaður og nokkur fjöldi manns saman kominn. 640.is segir frá.
Við athöfnina flutti Mark Armstrong stutt ávarp sem og geimfararnir Rusty Schweickhart og Walter Cunningham sem greindu stuttlega frá dvöl sinni á Íslandi en í þessari vikur er hálf öld síðan þeir komu. Þá tók einnig til máls Dr. Jim Rice, en hann stjórnar Marsbílaverkefnum NASA og hefur við undirbúning þeirra oft heimsótt Ísland.
Lesa nánar á 640.is þar sem sjá má fleiri myndir