Barnabörn Armstrongs afhjúpuðu minnismerki við Könnunarsögusafnið á Húsavík

0
219
Minnismerkið. Mynd: Hafþór Hreiðarsson
Minnismerkið. Mynd: Hafþór Hreiðarsson

Barnabörn Neil Armstrongs, fyrsta mannsins til þess að stíga fæti á tunglið, afhjúpuðu í gær minnisvarða um æfingar Apollogeimfara á Íslandi fyrir 50 árum síðan. Það var léttur rigningarúði þegar minnisvarðinn, sem er staðsettur í Villasneiðingnum við hlið Könnunarsögusafnsins í Hlöðufelli, var afhjúpaður og nokkur fjöldi manns saman kominn. 640.is segir frá.

Við athöfnina flutti Mark Armstrong stutt ávarp sem og geimfararnir Rusty Schweickhart og Walter Cunn­ing­ham sem greindu stutt­lega frá dvöl sinni á Íslandi en í þessari vikur er hálf öld síðan þeir komu. Þá tók einnig til máls Dr. Jim Rice, en hann stjórn­ar Mars­bíla­verk­efn­um NASA og hef­ur við und­ir­bún­ing þeirra oft heim­sótt Ísland.

Lesa nánar á 640.is þar sem sjá má fleiri myndir