Barnaböll, jólavist og 60 ára afmæli Skjólbrekku

0
136

Hið árlega barnaball Kvenfélags Reykdæla verður haldið á Breiðumýri sunnudaginn 27. desember kl. 14:00. Fáum góða gesti. Munum að taka með okkur bakkelsi á hlaðborðið. Sjáumst í hátíðarskapi. Kvenfélag Reykdæla.

IMG_6423

 

Kvenfélag Fnjóskdæla og Kvenfélag Ljósvetninga halda sitt árlega barnaball í Stórutjarnaskóla sunnudaginn 27. desember kl. 14. Allir velkomnir. Kvenfélögin

Árlegt barnaball Kvenfélags Aðaldæla verður haldið þriðja dag jóla sunnudaginn 27. desember að Ýdölum. Skemmtunin hefst kl 16:00 Endilega fjölmennum ungir sem aldnir og eigum notalega stund saman. Nefndin.

Jólaball Kvenfélagsins verður haldið laugardaginn 27. desember kl. 14:30 í Skjólbrekku. Dansað verður í kringum jólatréð Og hver veit nema jólasveinar komi í heimsókn. Einnig verður boðið upp á hressingu. Fjölmennum og gleðjumst saman í dansi og söng. Nefndin

60 ára afmæli Skjólbrekku. Í tilefni 60 ára afmælis Skjólbrekku verður efnt til skemmtifundar sunnudaginn 27. desember kl. 20.Dagskráin er í anda vígsluhátíðarinnar 1955. Glímukappar taka spor, rifjaðar verða upp uppsetningar leikdeildar Umf. Mývetnings, fjöldasöngur o.fl. Boðið verður upp á kaffi og konfekt í hléi. Fjölmennum í Skjólbrekku og fögnum saman 60 ára menningarsögu hússins.
Skútustaðahreppur og Menningarfélagið Gjallandi

Hin árlega jóla-félagsvist Eflingar verður haldin kl. 20:00 þann 27. desember í Breiðumýri. Léttar veitngar verða í boði og veglegir vinningar. Allir velkomnir sem vilja. Stjórn Eflingar

Mánudaginn 28. desember verður hið árlega barnaball kvenfélagsins Hildar í Bárðardal haldið í Kiðagili. Skemmtunin hefst klukkan 14:00 og stendur eitthvað fram eftir degi. Eins og venja er biðjum við ykkur að koma með einhverja næringu á hlaðborð og mjólkurdrei’l í kakóið. Við ætlum að eiga notalega stund saman og kannski mæta einhverjir óvæntir gestir á svæðið. Jólakveðjur, stjórn kvenfélagsins Hildar.