Barnaball í Bárðardal

0
234

Jólatrésskemmtun kvenfélagsins Hildar Bárðardal fór fram laugardaginn 27. desember í Kiðagili. Eftir að hafa boðið fólk velkomið þá var sunginn afmælissöngur en við vorum með tvö afmælisbörn á svæðinu. Það voru Kormákur, sonur Freyju í Lyngholti og Ingólfur Víðir á Úlfsbæ. Að afmælissöng loknum var komið að dansi og söng í kringum jólatréð en við vorum með tvo góða undirleikara okkur til halds og trausts. Það voru Jónas á Lundarbrekku og afmælisbarnið Ingólfur Víðir. Eftir. þónokkurn söng og dans og sprell birtust tveir rauðklæddir sveinar sem skelltu sér í dansinn með okkur en gáfu svo börnunum smá pakka áður en þeir fóru. Bolli prestur heiðraði okkur með nærveru sinni og sagði okkur sögu og sýndi okkur stuttmynd sem tengdust jólunum. Að þessu loknu var fólki boðið að gæða sér á veitingum og njóta félagsskapar hvers annars. Áður en farið var heim stóðu menn upp og sungu heims um ból. Þetta var virkilega notaleg og skemmtileg samkoma og þökkum við öllum kærlega fyrir komuna. María Sigurðardóttir formaður Hildar.

Dansað kringum jólatré.
Dansað kringum jólatré.

 

 

 

 

 

 

jólasveinar dansa með.
jólasveinar dansa með.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

séra Bolli segir sögu.
séra Bolli segir sögu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sveinka þótti Bolli áhugaverður og hlustar eftir því sem hann hefur að segja.
Sveinka þótti Bolli áhugaverður og hlustar eftir því sem hann hefur að segja.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

lagvissir spilarar Jónas frá Lundarbrekku með magaorgelið og Ingólfur Víðir á Úlfsbæ með gítar.
lagvissir spilarar, Jónas frá Lundarbrekku með nikkuna og Ingólfur Víðir á Úlfsbæ með gítar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

afmælis ,,börnin,, Ingólfur Víðir og Kormákur barnabarn Siggu og Steins í Lyngholti.
afmælis ,,börnin,, Ingólfur Víðir og Kormákur barnabarn Siggu og Steins í Lyngholti.