Bárðdælingar moka snjó af fjárhúsþökum

0
185

Björgunarsveitin Þingey var kölluð út í dag til að aðstoða ábúendur á Lundarbrekku í Bárðardal við að moka snjó ofan af fjárhúsþaki þar á bæ, en gríðarlegt snjómagn hafði safnast fyrir á þakinu. Fjárhúsin hafa staðið tóm í um 10 ár þannig að búfénaður var ekki í hættu. Að sög Jónasar Sigurðarsonar á Lundarbrekku gekk moksturinn hratt og vel en um 14 manns mokuðu snjó þegar mest var og tókst að moka af öllu þakinu í dag. Við mokuðum líklega um 100 m3 af snjó af þakinu í dag sagði Jónas, í spjalli við 641.is nú í kvöld.

Mokað af fjárhúsþakinu í dag. Mynd: Jónas Sigurðarson.
Mokað af fjárhúsþakinu í dag. Mynd: Jónas Sigurðarson.

Hluti af þaki á fjárhúsum á Hlíðskógum gaf sig undan snjóþunga í gær, en enginn búskapur hefur verið á Hlíðskógum í 10 ár. Í vikunni var snjó mokað af fjárhúsþakinu á Lækjarvöllum og til stendur að moka af fleiri fjárhúsþökum á næstu dögum að sögn Jónasar.

Eins og sjá má á þessari mynd var mikill snjór á þakinu. Mynd: Jónas Sigurðarson.
Eins og sjá má á þessari mynd var mikill snjór á þakinu. Mynd: Jónas Sigurðarson.
Áður en mokstur hófst. Mynd: Jónas Sigurðarson.
Áður en mokstur hófst. Mynd: Jónas Sigurðarson.