Bara lokaumferðin eftir í Fjallalambsdeildinni

0
59

Nú er 5 umferðum lokið í Fjallalambsdeildinni í blaki og aðeins lokaumferðin eftir. Laugardaginn 23. febrúar var 5. umferðin leiki á Siglufirði og Ólafsfirði og endaði það mót með sigri Völsunga á KA í úrslitaleik. Með frammistöðu sinni náðu Völsungar sér í 9 stig og minnkuðu forskot KA niður í 5 stig.

Völsungsmótið
Völsungsmótið.

Þar sem Fjallalambsdeildin er ekki lík neinni annarri deildarkeppni á Íslandi eru úrslitin aldrei ráðin fyrr en á síðustu stundu því hægt er að fá bónusstig fyrir allskonar hluti s.s. vinna allar hrinur og fyrir að framkvæma verkefni sem deildin leggur fyrir. Nú hefur verið ákveðið að hægt verður að fá bónusstig fyrir m.a. að uppfylla þemaverkefni sem lögð hafa verið fyrir liðin í tilefni af átakinu ,,Mottumars” sem nú er í gangi.

 

Hægt er að fræðast nánar um almennar reglur deildarinnar og stöðun mála á heimasíðu deildarinnar www.fjallalambsdeildin.is en þemaverkefnin sem liðin geta uppfyllt og fengið 1 bónusstig fyrir hvert þeirra eru þessi:

1. verkefni: Stig fæst ef allir leikmenn liðs sem taka þátt í lokaumferðinni eru í bleikum sokkum.

2. verkefni: Stig fæst ef allir leikmenn liðs sem taka þátt í lokaumferðinni eru með yfirvaraskegg á meðan á móti stendur.   Ekki er leyfilegt að vera með alskegg, einungis mottu.

3. verkefni: Stig fæst ef allir leikmenn liðs sem taka þátt í lokaumferðinni spili berir að ofan í gallabuxum með númer teiknað á bakið.

Gaman verður að sjá hversu mikið liðin hafa áhuga á því að ná sér í stig en áhorfendur eru hvattir til að mæta og fylgjast með á Laugum laugardaginn 16. mars n.k.. Hægt verður að fylgjast með nánari tímasetningum þegar nær dregur móti á heimasíðunni www.fjallalambsdeildin.is