Baldvin Daði Ómarsson ráðinn framkvæmdastjóri HSÞ

0
265

Baldvin Daði Ómarsson hefur verið ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri HSÞ frá 1. nóvember. Baldvin Daði er nýr á sviði íþróttahreyfingarinnar og hefur notað fyrstu vikurnar í að kynna sér starfsemi og sögu HSÞ, auk þess að flytja aðsetur skrifstofu HSÞ í nýja skrifstofu í Seiglu – miðstöð sköpunar á Laugum. Frá þessu segir á vef HSÞ

Baldvin hefur sinnt hinum ýmsu störfum í gegnum tíðina, en hann starfaði ma. sem sundlaugarvörður við sundlaugina á Laugum sl. tvö árBaldvin Daði hefur lokið námi af verk & raunvísindadeild Keilis, auk þess stundaði hann nám í Hátækniverkfræði við Háskólann í Reykjavík.

Ákveðið var að breyta um húsnæði á Húsavík í vor, en með uppsögn fráfarandi framkvæmdastjóra var ákveðið að bíða átekta með að finna nýtt húsnæði þar til ljóst yrði hvar á starfssvæði HSÞ nýr framkvæmdastjóri hefði aðsetur. Þar sem Baldvin Daði er búsettur á Akureyri og keyrir á milli, taldi hann heppilegast að starfa á Laugum, þar sem hann á fjölskyldutengsl.

Baldvin Daði hefur þegar hafið störf á nýju skrifstofunni. Skrifstofa HSÞ verður opin á þriðjudögum og föstudögum frá kl 9:00-15:30 báða daganna.

Stjórn HSÞ býður Baldvin velkominn til starfa.

Stjórn HSÞ þakkar Elínu S. Harðardóttur fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir vel unnin störf síðastliðinn 5 ár og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.