Bakkafrumvörp samþykkt

0
88

Frumvarp um kísilver á Bakka var samþykkt á Alþingi nú fyrir skömmu með 32 atkvæðum gegn fimm atkvæðum. Átta þingmenn greiddu ekki atkvæði.

Bakki-Bakkahöfði.
Bakki-Bakkahöfði.

Auk þess var frumvarp um uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka samþykkt með 33 atkvæðum gegn fimm atkvæðum. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði.

Með þessu er búið að liðka fyrir því að hægt verði að byggja upp orkufrekan iðnað í Þingeyjasýslum. (mbl.is)