Bændur bara brattir

0
105

Bændur eru ekki af baki dottnir í Þingeyjarsýslu. Þó nokkur gripahús eru í smíðum á svæðinu sem 641.is er kunnugt um. Byggingarnar eru þó mis langt á veg komnar, eins og gengur.

Fjárhúsgrunnurinn á Búvöllum í Aðaldal

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á Búvöllum í Aðaldal er verið að bygga um 300 fermetra fjárhús. Þau fjárhús eru eins og flest önnur fjárhús sem byggð hafa verið að undanförnu, án haughúss og síðan er reist stálgrindahús ofan á steyptan grunn.

Á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal er samskonar fjárhús í smíðum og á Búvöllum, en er þó nokkuð stærra.

Á Bjarnastöðum í Bárðardal er verið að stækka eldri fjárhús

Á Litlu-Reykjum í Reykjahverfi er verið að byggja 60 kúa fjós og svo er verið að byggja tvö hesthús við reiðhöllina í Saltvík.

641.is er ekki kunnugt um bygginga framkvæmdir bænda í Mývatnssveit, en tekur við ábendingum um þær ef einhverjar eru.

Ljóst er að framantöldu að bændur í Þingeyjarsýslu eru bara nokkuð brattir..